201 Smári er nýtt og glæsilegt borgarhverfi með um 675 íbúðum ásamt verslun og þjónustu sunnan Smáralindar í Kópavogi. Hugmyndafræði verkefnisins er að skapa nútímalegt borgarhverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk getur upplifað notalega miðbæjarstemningu með alla þjónustu í göngufæri.
Fasteignaþróunarfélagið Klasi kom fyrst að verkefninu árið 2014 og hefur unnið að þróun þess og uppbyggingu síðan þá. Verkefnið var frá fyrsta degi þróað með það að markmiði að nýta þetta einstaka tækifæri til að móta spennandi hverfi með nútímalegum áherslum þar sem aðgengi að samgöngum, þjónustu og útivistarsvæði væri einstakt, auk þess að njóta þess að vera hluti af grónu hverfi.
Verkefnið var þróað með aðkomu almennings sem gat komið sínum sjónarmiðum og skoðunum á framfæri. Með því móti var hægt að finna út helstu áhersluþætti, t.d. hvað skipti mestu máli er varðar hverfið og húsin, og síðar bæði skipulag og útfærslu íbúðanna sjálfra. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Kópavogsbæ og var skipulag samþykkt árið 2016. Skipulagið gerir ráð fyrir 675 íbúðum ásamt þjónustu- og verslunarhúsnæði. Til að tryggja fjölbreytileika í útfærslum var samið við nokkra hönnuði um hönnun bygginga en hönnunarteymið er samsett af fjölda arkitekta og verkfræðinga frá færustu stofum landsins.
Áhersla var lögð á fjölskylduvænar íbúðir og fjölbreytileika í stærð til þess að sem flestir geti fundið sér eign við hæfi. Áherslur við mótun verkefnis voru í stórum dráttum eftirfarandi:
Klasi stýrir verkefninu og sér um rekstur Smárabyggðar ehf. sem er eigandi 201 Smára. Klasi er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, stýringu og rekstri fasteigna. Starfsemi Klasa byggir á mikilli reynslu úr fjölda verkefna en saga félagsins spannar um 14 ár. Félagið hefur stýrt þróun, hönnun og uppbyggingu íbúðaverkefna ásamt því að vinna að þróun nýrra byggða á skipulags- og framkvæmdastigi. Klasi hefur haft allar helstu gerðir fasteigna í stýringu s.s. verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði ásamt því að annast stýringu leigufélaga á íbúðamarkaði.